Á hverfanda hveli (kvikmynd)
Á hverfanda hveli | |
---|---|
Gone With the Wind | |
Leikstjóri | Victor Fleming |
Handritshöfundur | Sidney Howard |
Byggt á | Á hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell |
Framleiðandi | David O. Selznick |
Leikarar | Clark Gable Vivien Leigh Leslie Howard Olivia de Havilland |
Kvikmyndagerð | Ernest Haller |
Klipping | Hal C. Kern James E. Newcom |
Tónlist | Max Steiner |
Fyrirtæki | Selznick International Pictures Metro-Goldwyn-Mayer |
Dreifiaðili | Loew's Inc. |
Frumsýning | 15. desember 1939 |
Lengd | 221 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | 3,85 milljónir Bandaríkjadala |
Heildartekjur | >390 milljónir Bandaríkjadala |
Á hverfanda hveli (enska: Gone with the Wind) er bandarísk kvikmynd sem er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Margaret Mitchell. Hún var frumsýnd 15. desember 1939 í Atlanta.
Myndin gerist í bandaríska suðrinu á tíma þrælastríðsins og endurbyggingartímabilsins. Sagan fjallar um Scarlett O'Hara (Vivien Leigh), viljasterka dóttur plantekrueiganda í Georgíu, ástarþrá hennar á Ashley Wilkes (Leslie Howard), sem er kvæntur frænku sinni, Melanie Hamilton (Olivia de Havilland), og síðan hjónaband hennar með Rhett Butler (Clark Gable).
Á hverfanda hveli naut gríðarlegra vinsælda þegar hún var frumsýnd. Hún varð tekjuhæsta kvikmynd sem gerð hafði verið á þeim tíma og hélt því meti í rúman aldarfjórðung. Með tilliti til verðbólgu er hún enn tekjuhæsta mynd kvikmyndasögunnar. Kvikmyndin var endursýnd í kvikmyndahúsum með reglulegu millibili á næstu áratugum og varð fastur liður í bandarískri dægurmenningu.
Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir sögulega endurskoðun með því að sýna suðurríkin í rómantísku ljósi og breiða út mýtuna um hinn glataða málstað suðurríkjanna. Aftur á móti hefur verið bent á að myndin hafi stuðlað að breytingum á því hvernig svartir Bandaríkjamenn voru sýndir í kvikmyndum. Myndin er enn talin með bestu kvikmyndum allra tíma og árið 1989 var hún ein af fyrstu 25 kvikmyndunum sem voru valdar til varðveislu í United States National Film Registry.