Isaiah Berlin
Vestræn heimspeki Heimspeki 20. aldar | |
---|---|
Nafn: | Isaiah Berlin |
Fæddur: | 6. júní 1909 í Riga í Rússlandi (núna í Lettlandi |
Látinn: | 5. nóvember 1997 (88 ára) í Oxford í Englandi |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu ritverk: | „Tvö hugtök um frelsi“ |
Helstu viðfangsefni: | stjórnspeki, félagsleg heimspeki, frjálslyndisstefna, heimspekisaga, rússneskar bókmenntir |
Markverðar hugmyndir: | jákvætt og neikvætt frelsi |
Áhrifavaldar: | Giambattista Vico, Johann Georg Hamann, Herder, David Hume, Alexander Herzen, Alexander Púskín, Benjamin Constant, Montesquieu, Lev_Tolstoj, Mill, R.G. Collingwood, Ludwig Wittgenstein |
Sir Isaiah Berlin (6. júní 1909 – 5. nóvember 1997) var breskur heimspekingur og heimspekisagnfræðingur af rússneskum gyðingaættum og er gjarnan talinn meðal helstu stjórnspekinga 20. aldar. Rit Berlins um frelsi og fjölhyggju hafa haft gríðarleg áhrif sem og greinarmunur hans á jákvæðu og neikvæðu frelsi.
Berlin hlaut verðlaunastyrk til starfa við All Souls College við Oxford-háskóla árið 1932, þá 23 ára gamall. Á árunum 1957 til 1967 gegndi hann stöðu Chichele-prófessors í félagslegri heimspeki og stjórnspeki við Oxford-háskóla. Hann var forseti Aristotelian Society 1963 til 1964. Árið 1966 átti hann þátt í stofnun Wolfson College í Oxford og varð fyrsti forseti hans. Hann var aðlaður árið 1957. Berlin var forseti Bresku akademíunnar frá 1974 til 1978. Hann hlaut Jerúsalem-verðlaunin árið 1979 fyrir skrif sín um frelsi einstaklingsins. Isaiah Berlin-fyrirlestrarnir eru haldnir árlega við Hampstead-synagóguna og bæði Wolfson College og Bresku akademíuna á hverju sumri.
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Karl Marx: His Life and Environment (1939).
- The Hedgehog and the Fox: An Essay on Tolstoy's View of History, (1953).
- Four Essays on Liberty (1969).
- Vico and Herder: Two Studies in the History of Ideas (1976).
- Concepts and Categories: Philosophical Essays (1978).
- Against the Current: Essays in the History of Ideas (1979).
- Personal Impressions (1980).
- The Crooked Timber of Humanity: Chapters in the History of Ideas (1990).
- The Sense of Reality: Studies in Ideas and their History (1996).
- Three Critics of the Enlightenment: Vico, Hamann, Herder (2000).
- The Power of Ideas (2000).
- Liberty (endurskoðuð og aukin útgáfa af Four Essays On Liberty) (2002).
- The Soviet Mind: Russian Culture under Communism (2004).
- Flourishing: Selected Letters 1928–1946 (2004).
- Political Ideas in the Romantic Age: Their Rise and Influence on Modern Thought (2006).