Al Bayt leikvangurinn
Al Bayt leikvangurinn er knattspyrnuvöllur í borginni Al Khor í Katar. Hann var vígður 30. nóvember 2021 og tekur um 60 þúsund áhorfendur.
Leikvangurinn var fyrst og fremst reistur fyrir HM 2022, þar sem hann mun hýsa fjölda leikja, þar á meðal opnunarleikinn og seinni viðureignina í undanúrslitum.
Útlit leikvangsins minnir á tjöld innfæddra íbúa Arabíuskagans. Völlurinn er með þaki sem hægt er að opna og loka að vild, auk þess sem hluti vallarins er lúxushótel með útsýni yfir leikvöllinn úr fínni herbergjum og sölum. Að heimsmeistaramótinu loknu verður vellinum breytt og áhorfendaplássum fækkað um helming en þess í stað verður hótel- og verslunarrými aukið.
Vígsluleikur vallarins var opnunarleikur Arabamótsins sem haldið var í Katar í árslok 2021.