Fara í innihald

Terramare

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Terramare er fornmenning sem er bundin við vatnasvæði á Norður-Ítalíu, einkum í héraðinu Emilíu í Pódalnum og við suðurenda vatnanna Como, Maggiore og Garda. Terramare er bronsaldarmenning sem er skilgreind með tilvísun í einkennandi byggingastíl: umhverfis byggðina eru stór stauravirki sem bera trapisulaga virkisvegg og síki sem í rennur vatn er utan við virkið. Grafreitir finnast utan við virkið. Terramare-menningin stóð frá 16. til 12. aldar f.Kr. og var fyrst uppgötvuð seint á 19. öld vegna jarðrasks sem fylgdi endurbótum í landbúnaði. Búsvæði Terramare-menningarinnar virðast hafa verið yfirgefin á tiltölulega skömmum tíma þegar járnöld gekk í garð með Villanova-menningunni um 1100 f.Kr.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.