Roger Martin du Gard
Roger Martin du Gard (23. mars 1881 – 22. ágúst 1958) var franskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1937.
Ævi og störf
[breyta | breyta frumkóða]Martin du Gard nam fornfræði og handritafræði lauk doktorsprófi aðeins 26 ára að aldri og sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið eftir. Árið 1913 skrifaði hann skáldsöguna Jean Barois sem fjallar um ólguna í Frakklandi í kjölfar Dreyfus-málsins og vakti hún athygli á honum meðan bókmenntafólks. Hans langstærsta og kunnasta verk var þó Le Thibaults, átta skáldsagna flokkur um uppvaxtarár tveggja bræðra sem lýkur við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Bækur þessar komu út á árunum 1922-41 og var það fyrst og fremst fyrir þær sem höfundurinn hlaut Nóbelsverðlaunin 1937.
Skýr áhrif frá friðarstefnu og sósíalisma má kenna í verkum Martin du Gard. Sjálfur blandaði höfundurinn sér þó lítt í umræður um stjórnmál og var raunar svo hlédrægur að hann veitti nánast aldrei viðtöl.