Robin Williams
Útlit
Robin Williams | |
---|---|
Fæddur | Robin McLaurin Williams 21. júlí 1951 |
Dáinn | 11. ágúst 2014 (63 ára) |
Þjóðerni | Bandarískur |
Störf | Leikari, uppstandari |
Ár virkur | 1972–2014 |
Maki | Valerie Velardi (1978–1988) Marsha Garces (1989–2011) Susan Schneider (2011) |
Börn | 3 |
Robin McLaurin Williams (21. júlí 1951 – 11. ágúst 2014) var bandarískur uppistandari og leikari. Meðal kvikmynda sem hann lék í eru Stjáni blái (1980), Good Morning, Vietnam (1987), Dead Poets Society (1989), Awakenings (1990), og Good Will Hunting (1997).
Hann var tilnefndur til óskarsverðlaunanna sem besti leikari þrisvar og vann verðlaun fyrir besta aukaleikara fyrir myndina Good Will Hunting. Hann vann tvö Emmy verðlaun, fjögur Golden Globe-verðlaun, tvö Screen Actors Guild-verðlaun og fimm Grammy-verðlaun.
Williams átti við þunglyndi og áfengissýki að stríða yfir mestallann ferilinn. 11. ágúst 2014 fannst hann látinn eftir að hafa framið sjálfsmorð með hengingu á heimili sínu í Paradise Cay, Kalifornía.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Martin, Nick (13. ágúst 2014). „San Francisco Neighbours Mourn Robin Williams“. Sky News. BSkyB. Sótt 13. ágúst 2014.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Robin Williams.