Fara í innihald

Paul Samuelson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Paul A. Samuelson
Fæddur
Paul Anthony Samuelson

15. maí 1915
Gary, Indiana, Bandaríkjunum
Dáinn13. desember 2009 (94 ára)
Belmont, Massachusetts, Bandaríkjunum
MenntunHáskólinn í Chicago (B.A) Harvard-háskóli (A.M.,1936), (Ph.D., 1941)
Þekktur fyrirSamþætting nýklassískrar- og keynesískrar hagfræði

Stærðfræðileg hagfræði Hagræn aðferðafræði Alþjóðleg viðskipti Hagvöxtur

Almannagæði
VerðlaunJohn Bates Clark Medalía (1947) Nóbelsverðlaun í Hagfræði (1970)

Paul Anthony Samuelson (15. maí 1915 – 13. desember 2009) var bandarískur hagfræðingur, sem var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem hlaut minningarverðlaun Nóbels í hagfræði. Við veitingu verðlaunanna árið 1970 lýsti Sænska Konunglega Akademían yfir því að hann „Hafi gert meira en nokkur annar hagfræðingur samtímans til að hækka stig vísindalegrar greiningar í hagfræðikenningum“[1].

Hagfræðingurinn Randall E. Parker kallaði Samuelson „Föður nútíma hagfræði“. Samuelson hlaut menntun í háskólanum í Chicago (B.A., 1935) og einnig við Harvard háskólann (Ph.D., 1941). Hann varð prófessor í hagfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT) háskólann árið 1940. Hann starfaði einnig sem efnahagsráðgjafi innan ríkissjóð Bandaríkjanna.

Samuelson lagði sitt af mörkum til margra sviða innan hagfræðinnar með þeirri stærðfræðilegu getu sem hann notaði til að leysa margvísilegar þrautir. Undirstaða efnahagsgreiningar hans (1947) veitir grunnhugmynd verka hans þar sem alhliða eðli neytendahegðunar er litið á sem lykill að hagfræðikenningum.

Samuelson rannsakaði fjölbreytt svið innan hagfræðinnar eins og gagnverk og stöðugleika efnahagskerfa, innkoma kenningunnar um alþjóðaviðskipti inn í almennt efnahagsjafnvægi, greiningu á almannagæði, fjármagnsfræði, velferðarhagfræði og opinberum útgjöldum. Samuelson er talinn einn af stofnendum ný-keynesískrar hagfræði og frumkvöðull í þróun nýklassískrar hagfræði. Hann hefur einnig sýnt grundvallargreiningu bæði vandamála og greiningartækni innan hagfræðinnar, meðal annars með kerfisbundinni beitingu aðferðafræðilegrar hámörkunar fyrir víðtæk vandamál. Þetta þýðir að framlag Samuelson nær yfir fjölda mismunandi sviða.[2]Árið 2003 var Samuelson einn af tíu hagfræðingum sem hafði hlotið Nóbelsverðlaun sem undirrituðu yfirlýsingu Economists um andstöðu við skattalækkun George W. Bush.[3]

Samuelson fæddist í Gary, Indiana, 15. maí 1915. Foreldrar hans voru Frank Samuelson, lyfjafræðingur, Ella sem fæddist í Lipton. Árið 1923 flutti Samuelson til Chicago þar sem hann útskrifaðist frá Hyde Park High School[4]. Hann stundaði síðan nám við háskólann í Chicago og hlaut Bachelor of Arts gráðu þar árið 1935. Hann sagðist hafa fæðst sem hagfræðingur í kennslustofu háskólans í Chicago. Fyrirlestur eftir breska hagfræðinginn Thomas Malthus, sem frægastur var fyrir rannsókn á fólksfjölgun og áhrif hennar kveikti áhuga Samuels á hagfræði. Samuelson taldi að það væri misræmi á milli nýklassískrar hagfræði og hvernig kerfið virtist hegða sér; hann sagði að Henry Simons og Frank Knight hefðu mikil áhrif á sig. Næst lauk hann meistaragráðu í listfræði árið 1936 og doktor í heimspeki árið 1941 við Harvard háskóla. Hann hlaut David A. Wells verðlaunin árið 1941 fyrir að skrifa bestu doktorsritgerðina við Harvard háskóla í hagfræði, fyrir ritgerð sem bar heitið "Foundations of Analytical Economics", sem síðar breyttist í undirstöður efnahagsgreiningar. Sem framhaldsnemi við Harvard lærði Samuelson hagfræði hjá Joseph Schumpeter, Wassily Leontief, Gottfried Haberler og "American Keynes" Alvin Hansen. Samuelson flutti til Massachusetts og gerðist lektor í MIT sem lektor árið 1940 og var þar til dauðadags. Í fjölskyldu Samuelson voru margir þekktir hagfræðingar, þar á meðal bróðir Robert Summers, mágkona Anita Summers, mágur Kenneth Arrow og frændi hans Larry Summers.[5]

Samuelson lést eftir stutt veikindi 13. desember 2009, 94 ára að aldri. Dauði hans var tilkynntur af Massachusetts Institute of Technology. James M. Poterba, hagfræðiprófessor við MIT og forseti National Bureau of Economic Research, sagði að Samuelson hafi skilið eftir sig gríðarlega arfleifð, sem rannsakandi og kennari og að hann hafi verið einn af risunum sem allir hagfræðingar samtímans standa á. Susan Hockfield, forseti MIT, sagði að Samuelson hafa breytt öllu sem hann snerti og meðal annars því hvernig hagfræði var kennd um allan heim.[6]

Foundations of Economic Analysis

[breyta | breyta frumkóða]

Foundations of Economic Analysis (1946) bók eftir Paul Samuelson, er talin hans besta verk. Hún er fengin úr doktorsritgerð hans sem hann skrifaði í Haward háskólanum. Bókin sýndi hvernig hægt væri að ná þessum markmiðum með því að nota tungumál stærðfræðinnar í undirsviðum hagfræðinnar. Í bókinni eru settar fram tvær almennar tilgátur. hámarka hegðun neytenda með tilliti til fyrirtækja varðandi hagnað og efnahagskerfi í stöðugu jafnvægi.

Í fyrstu kenningunni settu skoðanir hans fram þá hugmynd að allir aðilar, hvort sem fyrirtæki eða neytendur, leitist við að hámarka eitthvað. Þeir gætu verið að reyna að hámarka hagnað, notagildi eða auð, en það skipti ekki máli vegna þess að við að bæta velferð sína myndi vera grunnfyrirmynd fyrir alla aðila í efnahagskerfi. Önnur kenning hans var að leggja áhersla á að veita innsýn í virkni jafnvægis í hagkerfi. Almennt á markaði myndi framboð jafna eftirspurn. Hins vegar væri mikilvægt að skoða hver eðlilegur hvíldarstaður kerfisins væri. Bókin setur fram spurninguna um hvernig jafnvægi myndi bregðast við þegar breytingar yrðu gerðar. Samuelson hafði einnig áhrif á að veita skýringar á því hvernig breytingar á ákveðnum þáttum geta haft áhrif á efnahagskerfi. Hann gæti til dæmis útskýrt efnahagsleg áhrif breytinga á sköttum eða nýrrar tækni.

Samuelson er einnig höfundur kennslubókar um áhrifamikla meiginreglur, Economics, fyrst gefin út árið 1984. Bókin seldist í meira en 300.000 eintökum af hverri útgáfu frá 1961 til 1976 og var þýdd á fjörutíu og einu tungumáli. Frá og með 2018 hefur það selst í yfir fjórum milljónum eintaka. William Nordhaus gerðist meðhöfundur á 12 útgáfu 1985. Árið 1988 varð bókin mest selda hagfræði bók allra tíma.

Bók Samuelsons var önnur til að kynna keynesíska hagfræði fyrir breiðum hópi og var lang farsælust. Kanadíski hagfræðingurinn Lorie Tarshis, sem hafði verið nemandi við fyrirlestra Keynes við Harvard á þriðja áratug síðustu aldar, gaf út árið 1947 kynningarbók sem innihélt fyrirlestranótur hans, sem ber titilinn Elements of Economics.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Paul A. Samuelson. Facts“.
  2. „Paul Samuelson“, Wikipedia (enska), 4. október 2022, sótt 1. nóvember 2022
  3. Michael M. Weinstein. „Paul A. Samuelson, Economist, Dies at 94“. The New York Times.
  4. „Hyde Park Academy High School“, Wikipedia (enska), 11. september 2022, sótt 1. nóvember 2022
  5. „Paul Samuelson | Biography, Nobel Prize, Books, Economics, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 13. október 2022.
  6. „Paul Samuelson“, Wikipedia (enska), 4. október 2022, sótt 1. nóvember 2022
  7. „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1970“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 1. nóvember 2022.