Fara í innihald

James Bond

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaxstytta af Daniel Craig í hlutverki James Bond á Madame Tussaud-vaxmyndasafninu í London.

James Bond er skáldsagnapersóna úr bókum eftir Ian Fleming. Um hann hafa einnig verið gerðar margar kvikmyndir.

Almennar upplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]

James Bond er myndarlegur breskur njósnari með einkennisnúmerið 007, sem þýðir að hann hefur leyfi til að drepa. Hann ferðast um heiminn og notar gáfur sínar, bardagakunnáttu og hátækni til þess að sigra illmenni sem sækjast eftir heimsyfirráðum. Ian Fleming notaði þó ekki mikil tæki og tól í bókum sínum en þau urðu eitt af helstu einkennum Bonds þegar myndirnar komu út. Önnur helstu einkenni Bonds eru m.a. að hann er hrifinn að vodka-martini („shaken, not stirred”), Walther PPK skammbyssan hans og sá vani hans að kynna sig sem: „Bond, James Bond“.

Fleming nefndi James Bond eftir líffræðingi sem hafði það nafn. Fleming var mikill fuglaáhugamaður og þegar hann rakst á eintak af bókinni: A Field Guide to the Birds of the West Indies vissi hann strax að hann myndi nefna njósnarann eftir nafni höfundarins (vildi einnig hafa það sem einfaldast). Bond persónan er þó að einhverju leyti byggð á einkalífi Flemings. Rithöfundurinn vissi að hann ætti að hafa dýran og góðan lífsstíl. Hann var einnig byggður á manni sem Fleming hitti á Estoril spilavítinu í Portúgal á meðan hann sinnti störfum í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig kom fyrsta bókin frá þeim stað en það var Casino Royale.

Persónulegar upplýsingar

[breyta | breyta frumkóða]

Andrew Bond, faðir James Bond, var skoskur og móðir hans, Monique Delacroix, var svissnensk. Bæði dóu þau í slysi sem átti sér stað meðan þau voru í fjallaklifri þegar Bond var aðeins 11 ára gamall. Hann flutti til Kent til frænku sinnar, Miss Charmian Bond, og var skjaldamerkið á heimilinu: „Orbis non sufficit” sem þýðir: „heimurinn nægir ekki“ á latínu. Þetta slagorð kom í myndunum On Her Majesty’s Secret Service og The World is not Enough. James Bond var örstutta stund í Eton menntaskólanum og fór svo yfir í Fettes menntaskólann. Hann sótti svo í háskólann í Genf en 1941 fór hann yfir í breska flotann. Þaðan vann hann sig upp í bresku leyniþjónustunnar. Mikið hefur verið rætt um fæðingardag. Samkvæmt bók Johns Pearson, James Bond: The Authorized Biography of 007, fæddist Bond 11. nóvember 1920. Engin bóka Flemings styður það en í bók hans You Only Live Twice segir að hann hætti í skóla 17 ára gamall og fór strax í breska flotann (það þýðir að hann fæddist einhvern tímann árið 1924). Í bókinni From Russia With Love er sagt frá því þegar hann keypti fyrsta bílinn sinn (Bentley) sem átti að gerast 1933. Það þýðir að hann hafi verið of ungur til að keyra hvort sem hann hefði fæddist 1920 eða 1924. Hann ætti þá að vera fæddur einhvern tímann á 2. áratug 20. aldar.

Ian Fleming

[breyta | breyta frumkóða]

Ian Fleming, höfundur flestra bókanna, skrifaði margar bækur og smásögur um persónuna frá árunum 1953-1964. En eftir dauða hans árið 1964 voru aðrir rithöfundar sem héldu persónunni gangandi, þ.á m. Kingsley Amis, John Pearson, John Gardner, Raymond Benson og Charlie Higson.

James Bond myndaröðin er, eins og stendur, númer tvö á lista yfir tekjuhæstu myndaraðirnar, á eftir Star Wars-myndaröðinni. Upprunalegu bækur Flemings voru yfirleitt dekkri og dýpri heldur en blandan um einstakt illmenni, ófyrirsjáanleg söguþráð og kynæsandi konur sem falla fyrir Bond sem er venjuleg blanda Bond myndanna. Myndirnar stækkuðu Q-deildina eða tæknideildina og oftast var söguþráður myndanna og bókanna ekki sá sami.

Leikararnir

[breyta | breyta frumkóða]
Sean Connery í hlutverki Bonds við tökur á myndinni Diamonds Are Forever árið 1971.

Fyrsti leikarinn til að túlka Bond var Bandaríkjamaðurinn Barry Nelson og var það í myndinni Casino Royale 1954 sem framleidd var af CBS sjónvarpsstöðinni. Árið 1956 lék Bob Holnenn rödd Bonds í suður-afrískum útvarpsþætti í gerð af Moonraker. MGM átti nú eftir að gera 21 Bond mynd og voru fyrstu fimm leiknar af Sean Connery sem að mörgum er talinn besti Bondinn. George Lazenby gerði eina mynd og kom Sean Connery aftur og gerði svo eina í viðbót. Næstu sjö voru leiknar af Roger Moore og því næst Timothy Dalton sem gerði tvær og Pierce Brosnan næstu fjórar. Daniel Craig er búin að fara með aðalhlutverk Bonds í fimm myndum, m.a. Casino Royale en það er fyrsta MGM gerðin af henni en hún hefur verið gerð tvisvar áður. Þrjár James Bond myndir sem MGM framleiddu ekki voru: Casino Royale (1954), Casino Royale (1967), þar sem David Niven fór með hlutverk njósnarans, og Never Say Never Again (1983), sem var endurgerð kvikmyndarinnar Thunderball frá 1964. Sean Connery lék Bond í henni eins og hann hafði gert árið 1964 í Thunderball.

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Albert R. Broccoli og Harry Saltzman voru fyrstu framleiðendur Bond myndanna (þ.e. MGM seríunnar) og byrjuðu þeir á Dr. No þar sem Sean Connery lék njósnarann. Eftir að myndin The Man with the Golden Gun kom út settist Harry Saltzman í helgan stein. Albert R. Broccoli hætti svo árið 1989. Framleiðslufyrirtækið EON Productions sá um framleiðsluhlið Bonds allt til ársins 1989 og hafði þá hver mynd staðið sig vel varðandi tekjur nema einstakar inni á milli.

Fróðleiksmolar

[breyta | breyta frumkóða]

Margir halda að framleiðendur Bond-myndanna myndu aldrei ráða Bandaríkjamann til að leika hann en í raun hefur það gerst tvisvar og einnig boðið í að leika hann. Adam West hafði tækifæri á að leika í On Her Majesty's Secret Service þegar Sean Connery ákvað að hætta. Að lokum féllst George Lazenby á að leika í henni og samþykkti Sean Connery að leika aftur í Bond mynd og var það myndin Diamonds are Forever eftir að Bandaríkjamaðurinn John Gavin hafnaði því. James Brolin átti að taka við af Roger Moore í myndinni Octopussy en framleiðendurnir lokkuðu Moore til að gera tvær í viðbót.

Roger Moore var lengi eini Englendingurinn sem hefur leikið Bond í MGM seríunni. Sean Connery er skoskur, George Lazenby frá Ástralíu, Timothy Dalton er hálfur Ítali, hálf velskur og Pierce Brosnan er írskur. Reyndar er Daniel Craig enskur, sem og David Niven.

Ian Fleming var svo hrifinn og vildi ólmur að Sean Connery léki fyrsta Bondinn að hann breytti persónu Bonds og lét föður hans verða skoskan.

Kvikmyndirnar

[breyta | breyta frumkóða]
James Bond kvikmyndirnar
Nr. Titill Ár Leikari Leikstjóri
1 Dr. No 1962 Sean Connery Terence Young
2 From Russia With Love 1963 Terence Young
3 Goldfinger 1964 Guy Hamilton
4 Thunderball 1965 Terence Young
5 You Only Live Twice 1967 Lewis Gilbert
6 On Her Majesty's Secret Service 1969 George Lazenby Peter R. Hunt
7 Diamonds Are Forever 1971 Sean Connery Guy Hamilton
8 Live and Let Die 1973 Roger Moore Guy Hamilton
9 The Man With the Golden Gun 1974 Guy Hamilton
10 The Spy Who Loved Me 1977 Lewis Gilbert
11 Moonraker 1979 Lewis Gilbert
12 For Your Eyes Only 1981 John Glenn
13 Octopussy 1983 John Glenn
14 A View to Kill 1985 John Glenn
15 The Living Daylights 1987 Timothy Dalton John Glenn
16 Licence to Kill 1989 John Glenn
17 GoldenEye 1995 Pierce Brosnan Martin Campbell
18 Tomorrow Never Dies 1997 Roger Spottiswoode
19 The World is Not Enough 1999 Michael Apted
20 Die Another Day 2002 Lee Tamahori
21 Casino Royale 2006 Daniel Craig Martin Campbell
22 Quantum of Solace 2008 Marc Forster
23 Skyfall 2012 Sam Mendes
24 Spectre 2015 Sam Mendes
25 No Time to Die 2021 Cary Joji Fukunaga