Hansa 2.3
International Access 2.3 er lítill 2,3 metra langur kjölbátur fyrir einn siglingamann með eitt bermúdasegl og flatt stefni hannaður af ástralska skútuhönnuðinum Chris Mitchell á 10. áratug 20. aldar. Upphaflega hugmyndin var sú að hanna eins manns seglbát sem líka væri auðvelt að róa. Bátnum er ætlað að vera öruggur byrjendabátur sem hentar líka fötluðum siglingamönnum. Siglingamaðurinn situr ofaní bátnum þannig að hann snýr fram og stýrir með stýripinna aftan á kjölkistunni sem er tengdur við stýrið með böndum. Bóman situr hátt á mastrinu svo hún rekist ekki í höfuð siglingamannsins í vendingum. Fellikjölurinn er 20 kíló og báturinn er borðhár og -breiður til að veita hámarksöryggi. Hægt er að fá Access 2.3 með rafmótorstýringu fyrir stýri og stórskaut fyrir siglingamenn með takmarkaða hreyfigetu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- International Access Class Association Geymt 2 mars 2021 í Wayback Machine