Fara í innihald

Friends Arena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Friends Arena

Staðsetning Stokkhólmur, Svíþjóð
Hnit 59°22′21″N 18°00′00″A / 59.37250°N 18.00000°A / 59.37250; 18.00000
Byggður2009-2012
Opnaður 2012
Eigandi Sænska knattspyrnusambandið og ýmsir.
Byggingakostnaður2,8 milljarðar SKR
Notendur
Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu (2012-nú)
AIK (2013-)
Melodifestivalen (2013-)
Hámarksfjöldi
Sæti54.329
Stæði65.000 sæti + stæði á tónleikum
Friends Arena að utan.

Friends Arena, einnig þekktur sem Nationalarenan, er fjölnota leikvangur í Stokkhólmi sem er aðallega notaður undir knattspyrnu og tónleika. Hann er í Solna-hverfinu í Stokkhólmi. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu og félagsliðið AIK eru notendur vallarins. Melodifestivalen, undankeppni Eurovision er haldin í höllinni. Völlurinn er með lokanlegu þaki og tekur rúm 50.000 í sæti og 65.000 á tónleikum.

Þann 14. nóvember 2012 spilaði sænska landsliðið fyrsta leik sinn þar og skoraði Zlatan Ibrahimović fyrsta markið og fernu í 4-2 sigri gegn Englandi.