Franz Anton Mesmer
Útlit
Franz Anton Mesmer (fæddur 23. maí 1734 - 5. mars 1815) var þýskur læknir sem hóf að kanna áhrif segulmagns á líkamann. Kenning hans fólst í því að innra segulmagn líkamans gæti haft áhrif á fólk og læknað það. Síðar kom í ljós að sá bati sem margir sjúklingar Mesmers sýndu eða virtust sýna var tilkominn af öðrum völdum eða vegna dáleiðslu (sem einnig hefur verið kölluð sefjun).