Claudia Goldin
Claudia Goldin | |
Claudia Goldin árið 2019. | |
Fædd | 14. maí 1946 New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
---|---|
Þjóðerni | Bandarísk |
Stofnun | Harvard-háskóli National Bureau of Economic Research |
Fræðasvið | Vinnuhagfræði, efnahagssaga |
Menntun | Cornell-háskóli (BA) Chicago-háskóli (MA, PhD) |
Verðlaun | Hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar til minningar Alfreds Nobels (2023) |
Maki | Lawrence F. Katz |
Heimasíða | https://scholar.harvard.edu/goldin |
Claudia Goldin (f. 14. maí 1946) er bandarískur hagfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum kvenna á vinnumarkaði, vinnuhagfræði, tekjuójöfnuði og kyndbundnum launamuni. Hún er prófessor við Harvard-háskóla og framkvæmdastjóri þróunaráætlunar efnahagsrannsóknastofnunarinnar National Bureau of Economic Research fyrir bandaríska efnahaginn.
Goldin vann til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 2023.[1]
Menntun og starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Claudia Goldin fæddist í New York-borg árið 1946 og er af Gyðingaættum. Hún gekk í gagnfræðaskólann Bronx High School of Science og í Cornell-háskóla. Hún lauk doktorsprófi í hagfræði við Chicago-háskóla árið 1972.
Goldin er sér í lagi þekkt fyrir störf sín við rannsóknir á hlutverki kvenna í bandaríska efnahaginum. Hún hefur lagt fyrir sig efnahagssögu, vinnuhagfræði, fjölskylduhagfræði og menntunarhagfræði. Hún hefur sérstaklega einbeitt sér að orsökum ójöfnuðar með tilliti til kyns, kynþáttar og menntunar.[2]
Árið 1990 varð Claudia Goldin fyrsta konan til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard-háskóla.[2] Tímaritið Financial Times tók viðtal við Goldin árið 2015[3] og síðan tímaritin Time Traveler[4] og Quartz árið 2018.[5] Ævisaga Goldin var rekin í verki eftir Michael Szenberg árið 1998.[6] Vísað hefur verið til rannsókna hennar í greinum hjá Le Monde,[7] The New York Times,[8] CNN[9] og ýmsum öðrum fjölmiðlum.
Framlög Goldin til rannsókna vinnuþátttöku kvenna og áhrifum þeirra á vinnumarkaðinn sjást á áhrifum þeirra á hagfræði og hagsögu, meðal annars á rannsóknir á hlutverk kvenna í hagþróun.[10]. Goldin hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2023 fyrir rannsóknir sínar á afkomu kvenna á vinnumarkaði.[11]
Goldin var forseti American Economic Association frá 2013 til 2014. Árið 1990 var hún fyrsta konan sem var tilnefnd til hagfræðideildar Harvard-háskóla. Hún er meðlimur í Bandarísku vísindaakademíunni.[12]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Claudia Goldin“. scholar.harvard.edu (enska). Sótt 9. október 2023.
- ↑ 2,0 2,1 „Goldin Demystifies Gender Economics“. www.thecrimson.com. The Harvard Crimson. Sótt 9. október 2023.
- ↑ „FT Alphaville: Claudia Goldin on the history of women in the work place (updated with transcript)“. ftalphaville.ft.com (enska). Sótt 9. október 2023.
- ↑ „Time Traveler Article on Harvard website“ (PDF) (enska). Sótt 9. október 2023.
- ↑ Leah Fessler. „This Harvard economist revolutionized our understanding of why women earn less than men“ (enska). Quartz at Work. Sótt 9. október 2023.
- ↑ Michael Szenberg (1998). „Passion and craft: economists at work“ (enska). University of Michigan Press. Sótt 9. október 2023.
- ↑ „Le stakhanovisme a-t-il un sexe ?“ (franska). Le Monde. 20. janúar 2014. Sótt 9. október 2023.
- ↑ Claire Cain Miller (26. apríl 2019). „Women Did Everything Right. Then Work Got 'Greedy.'“ (bandarísk enska). The New York Times. Sótt 9. október 2023.
- ↑ „What 'The Pill' did - CNN.com“. www.cnn.com (enska). Sótt 9. október 2023.
- ↑ Merouani, Youssouf; Perrin, Faustine (28. september 2022). „Gender and the long-run development process. A survey of the literature“. European Review of Economic History. 26 (4): 612–641. doi:10.1093/ereh/heac008. ISSN 1361-4916..
- ↑ Erla Hlynsdóttir (9. október 2023). „77 ára kona hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara"“. Heimildin. Sótt 9. október 2023.
- ↑ „Claudia Goldin“. www.nasonline.org. Sótt 9. október 2023.