Íhaldsflokkurinn (Kanada)
Útlit
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Íhaldsflokkurinn er hægrisinnaður stjórnmálaflokkur í Kanada sem að hefur verið starfandi síðan árið 2003. Flokkurinn leysti af Íhaldsflokkinn (1867-1942), Framsækna íhaldsflokkinn (1942-2003), Viðreisnarflokkinn (1987-2000) og Bandalagsflokkinn (2000-2003) sem hægristjórnmálaflokkur Kanada. Flokkurinn hefur haft einn forsætisráðherra sem að er Stephen Harper.
Listi yfir formenn Íhaldsflokksins
[breyta | breyta frumkóða]- John Lynch-Staunton 2003-2004
- Stephen Harper 2004-2015 (forsætisráðherra 2006-2015)
- Rona Ambrose 2015-2017
- Andrew Scheer 2017-2020
- Erin O'Toole 2020-2022
- Candice Bergen 2022
- Pierre Poilievre 2022-