Fara í innihald

Fasta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Fasta eða föstuhald felst í því að neita sér um suman eða allan mat í lengri eða skemmri tíma. Hún getur verið gerð til heilsubótar, en í trúarbrögðum er hún yfirleitt gerð í yfirbótarskyni.

Kristni

Föstuhald er ekki með einu móti í kristnum sið. Á seinni árum er föstuhald einna mest í rétttrúnaðarkirkjum, meðan ýmsar kirkjudeildir gera engar kröfur um föstuhald. Það er vikið að þessu meðal annars í Matteusarguðspjalli 9.15, Markúsarguðspjalli 2.20 og Lúkasarguðspjalli 5.35.

Bahá'í

Bahá'íar fasta frá sólarupprás til sólseturs í 19 daga í mánuðinum Ala (1. eða 2. mars–19. eða 20. mars). Bahá'íar sem eru mjög norðarlega eða sunnarlega, þar á meðal Íslendingar, mega fasta frá sex að morgni til sex á kvöldin.

Tengt efni