Fara í innihald

Hinrik Danaprins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 24. janúar 2024 kl. 02:47 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. janúar 2024 kl. 02:47 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Eiginmaður Danadrottningar
Hinrik Danaprins árið 2010.
Fæddur
Henri Marie Jean André
greifi af Laborde og Monpezat

11. júní 1934(1934-06-11)
Dáinn13. febrúar 2018 (83 ára)
Fredensborgarhöll, Danmörk
Aska hans hvílir að hluta í garðinum við Fredensborgarhöll, en að hluta var henni dreift í hafið við Danmörku.
ÞjóðerniFæddur Frakki
StörfEiginmaður drottningar
Þekktur fyrirVínrækt og kveðskap meðal annars
TitillPrins
TrúRómversk kaþólskur til 1967
Lúterstrúar frá 1967
MakiMargrét 2. Danadrottning
Börn
ForeldrarAndré de Laborde de Monpezat og Renée-Yvonne Doursennot


Hans konunglega hátign Hinrik prins (Hans Kongelige Højhed Prins Henrik á dönsku) (11. júní 1934 – 13. febrúar 2018[1]) var eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar frá árinu 1967 til dauðadags. Hann var af frönskum aðalsættum og fæddist undir nafninu Henri de Laborde de Monpezat. Hinrik átti með Margréti synina Friðrik og Jóakim og átta barnabörn í gegnum synina.

Hinrik fæddist í héraðinu Talence í Frakklandi. Fjölskylda hans hafði lengi dvalið í Víetnam, en flutti aftur til Frakklands eftir ósigur Frakka í fyrri Indókínastyrjöldinni. Eftir að hafa hlotið menntun í Frakklandi þjónaði Hinrik í franska hernum í stríði Frakka í Alsír. Hinrik kvæntist Margréti Þórhildi í Holmen þann 10. júní 1967 og varð prins Danmerkur þegar hún tók við af föður sínum, Friðrik 9., sem einvaldur Danmerkur þann 14. janúar 1972.

Hinrik hafði vakið nokkra athygli fyrir dauða sinn vegna óánægju sinnar með hefðir dönsku konungsfjölskyldunnar, sér í lagi með það að hann skyldi vera titlaður prins fremur en konungur sem eiginmaður drottningarinnar. Því hafði hann lýst því yfir að hann vildi ekki vera grafinn við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu eins og hefð er fyrir með maka danskra einvalda.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hinrik Danaprins lát­inn“. mbl.is. 14. febrúar 2018. Sótt 14. febrúar 2018.
  2. „Danaprins verður ekki grafinn hjá konu sinni“. 4. ágúst 2017. Sótt 14. febrúar 2018.