Martin Heidegger (26. september 188926. maí 1976) var þýskur heimspekingur.

Matin Heidegger
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. september 1889
Meßkirch, Þýskalandi
SvæðiVestræn heimspeki
TímabilHeimspeki 20. aldar
Skóli/hefðMeginlandsheimspeki, fyrirbærafræði, tilvistarspeki
Helstu ritverkVera og tími
Helstu kenningarVera og tími
Helstu viðfangsefniþekkingarfræði, frumspeki, verufræði
Mesmerhaus í Meßkirch, þar sem Heidegger ólst upp.
Gröf Martins Heidegger í Meßkirch.

Heidegger hafði áhrif á marga aðra heimspekinga en meðal nemenda hans voru Hans-Georg Gadamer, Hans Jonas, Emmanuel Levinas, Hannah Arendt, Xavier Zubiri og Karl Löwith. Maurice Merleau-Ponty, Jean-Paul Sartre, Jacques Derrida, Michel Foucault, Jean-Luc Nancy og Philippe Lacoue-Labarthe kynntu sér einnig verk hans ítarlega. Auk þess að vera mikilvægur hugsuður í hefð fyrirbærafræðinnar er Heidegger álitinn mikilvægur hugsuður í tilvistarspeki, afbyggingu, túlkunarfræði og póstmódernisma. Hann reyndi að beina vestrænni heimspeki frá frumspekilegum og þekkingarfræðilegum spurningum og í áttina að verufræðilegum spurningum, það er að segja, spurningum um þýðingu verunnar, eða hvað það þýðir „að vera“. Heidegger var meðlimur í nasistaflokknum og hefur verið umdeildur meðal annars af þeim sökum.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?“. Vísindavefurinn.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.