Fara í innihald

Irawati Karve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Irawati Karve

Irawati Karve (15. desember 190511. ágúst 1970) var indverskur mannfræðingur, félagsfræðingur og kennari frá Maharashtra. Hún var nemandi félagsfræðingsins G. S. Ghurye og talin fyrsti kvenkyns félagsfræðingurinn á Indlandi.

Hún fæddist inn í auðuga fjölskyldu Chitpavan-bramína og var nefnd eftir Irrawaddy-fljóti. Hún sótti nám í heimspeki við einkaskólann Fergusson College og fékk svo námsstyrk til að læra félagsfræði við Bombay-háskóla. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Dinkar Dhondo Karve, sem kenndi þar efnafræði. Hann hafði lokið doktorsprófi í lífefnafræði frá háskóla í Þýskalandi og Irawati fékk árið 1928 styrk til að sækja nám við Kaiser Wilhelm-stofnunina um mannfræði, mannerfðafræði og mannkynbætur þaðan sem hún lauk doktorsprófi tveimur árum síðar.

Irawati Karve stundaði rannsóknir á sviðum mannmælinga, sermifræði, indverskra fræða og steingervingafræði. Hún aðhylltist dreifihyggju (að menningarþættir dreifist án þess að fólksflutningar komi við sögu) og trúði á gildi þess að kortleggja þjóðernishópa á Indlandi á grundvelli þess sem þá var kallað „erfðafræði“ (blóðflokkur, litasjón, fingurflétta og ofhæring). Þessar rannsóknaraðferðir eru ekki lengur í gildi, en á síðustu árum hafa aðrir þættir rannsókna hennar á vistfræði og menningu Maharashtra vakið áhuga. Hún fékk stöðu við Deccan College í Pune árið 1939 og gegndi henni til dauðadags.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.