Eldur
Útlit
Eldur er heitt, glóandi gas sem myndast við bruna þegar oxun verður í útvermu efnahvarfi. Í eldi myndast jónir og hann er því leiðandi. Til þess að eldur geti myndast þarf þrennt: eldsneyti, súrefni og hita. Þegar slökkva skal eld er einn af þessu þremur þáttum fjarlægður úr umhverfinu. Eldar ljóma með sýnilegu ljósi og innrauðu ljósi og geta ljómað með útfjólubláu ljósi.
Sinueldur, er eldur sem langoftast er kveiktur af mönnum til að eyða sinu. Skógareldur er eldur sem geisar í skóglendi og kviknar oftast af eldingu eða af mannavöldum. Eldar valda gríðarlegu tjóni ár hvert, hvort sem um mannslíf, mannvirki eða gróður er að ræða.
Slökkvilið sérhæfir sig í að slökkva elda sem geta valdið tjóni.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Eldur.