Kvartilaskipti
Kvartilaskipti nefnast breytingar á útliti Tunglsins á einum tunglmánuði, sem er um 29,53 dagar. Helmingur af yfirborði Tunglsins er ávallt upplýstur (nema þegar Jörðin skyggir á það í tunglmyrkva) en nærhlið Tunglsins er breytilegt athuganda á Jörðinni vegna breytilegrar afstöðu Jarðar, Sólar og Tunglsins. Það er sem sagt ekki Jörðin sem skyggir á Tunglið að jafnaði heldur sér athugandi á jörðinni mismikið af upplýstu hlið Tunglsins.
Upphaf tunglmánaðar er með nýju Tungli, þá sést nærhlið þess ekki (nærhlið er sú hlið sem snýr að athuganda). Fyrsta kvartil er þegar mjó sigðlaga rönd byrjar að sjást hægra megin, þá er talað um sigðmána. Hún vex til vinstri þar til helmingur nærhliðar er upplýstur og þá er talað um hálft vaxandi Tungl. Annað kvartil er svo þegar meira en helmingur yfirborðsins er upplýstur og skugginn er vinstra megin, þá er talað um vaxandi gleiðmána. Þegar skugginn vinstra megin er alveg horfinn og allt yfirborð nærhliðar er upplýst er talað um fullt tungl. Þriðja kvartil er svo þegar sigðlaga skuggi byrjar að vaxa hægra megin, allt þar til helmingur nærhliðar er upplýstur og þá er talað um hálft minnkandi Tungl. Í fjórða kvartili vex skugginn svo áfram frá hægri þar til hann þekur alla nærhliðina og aftur er komið nýtt Tungl.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Heiðgult himinfé,
- höfði kinkandi.
- Alveg eins og C,
- er þá minnkandi.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Stjörnufræðivefurinn: Kvartilaskipti Geymt 18 ágúst 2011 í Wayback Machine
- Stjörnufræðivefurinn: Tunglið Geymt 7 ágúst 2011 í Wayback Machine