Shemar Moore
Shemar Moore (fæddur Shemar Franklin Moore, 20. apríl 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Young and the Restless og Criminal Minds.
Shemar Moore | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Shemar Franklin Moore 20. apríl 1970 |
Ár virkur | 1995 - |
Helstu hlutverk | |
Malcolm Winters í The Young and the Restless Derek Morgan í Criminal Minds |
Einkalíf
breytaMoore fæddist í Oakland, Kaliforníu og er af írskum og frönskum-kanadískum uppruna gegnum móður sína.[1][2][3] Moore ólst upp í Bahrain og Danmörku þar sem móðir hans vann sem kennari.[3] Fjölskylda Moore fluttist aftur til Bandaríkjanna árið 1977 til Chico í Kaliforníu. Síðan fluttust þau til Palo Alto, Kaliforníu. Moore stundaði nám við Santa Clara-háskólann. Árið 1998 þá var móðir Moores greind með MS sjúkdóminn. Hefur Moore ásamt meðleikurum sínum í Criminal Minds staðið fyrir nokkrum styrktarviðburðum í því skyni að safna peningum fyrir MS rannsóknum.[4]
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Moore var árið 1995 í Living Single. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Arli$$, Chicago Hope, Malcolm & Eddie og Half & Half. Árið 1997 þá var honum boðið hlutverk í sápuóperunni The Young and the Restless sem Malcolm Winters sem hann lék til ársins 2005.
Kvikmyndir
breytaMoore hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Derek Morgan. Moore hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Butter, The Brothers og Diary of a Mad Black Woman.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Hav Plenty | Chris | |
1998 | Butter | Freddy Roland | |
2000 | Box Marley | ónefnt hlutverk | |
2000 | The Brothers | Terry White | |
2004 | The Seat Filler | Trent | |
2004 | Greener | Ricky Johnson | |
2005 | Diary of a Mad Black Woman | Orlando | |
2012 | Kill Me, Deadly | Píanóleikarinn Bill | Kvikmyndatökur í gangi |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1995 | Living Single | Jon Marc | Þáttur: The Last Temptation |
1996 | The Jamie Foxx Show | Elister | Þáttur: Kiss & Tell |
1997 | Arli$$ | Sammy Stilton | Þáttur: How to Be a Good Listener |
1998 | Chicago Hope | Bobby Barrett | Þáttur: Waging Bull |
1998 | Mama Flora´s Family | Lincoln Fleming | Sjónvarpsmynd |
1999 | Moesha | Earl Thomas | Þáttur: Had to Be You |
1999 | For Your Love | Dakota Collins | Þáttur: Baby Boom |
1999 | Malcolm & Eddie | Ty | Þáttur: Won´t Power |
2000 | How to Marry a Billionaire: A Christmas Tale | Jason Hunt | Sjónvarpsmynd |
2003 | Chasing Alice | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2002-2003 | Birds of Prey | Jesse Reese | 14 þættir |
2004 | Nikki and Nora | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2004 | Half & Half | Amani Love | Þáttur: The Big Good Help Is Hard to Find |
2004 | Reversible Errors | Collins Farwell | Sjónvarpsmynd |
1997-2005 | The Young and the Restless | Malcolm Winters | 154 þættir |
2005-til dags | Criminal Minds | Derek Morgan | 144 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaBET Comedy-verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir Diary of a Mad Black Woman.
Black Reel-verðlaunin
- 2005: Tilnefndur sem besti leikari í óháðri kvikmynd fyrir Motives.
Daytime Emmy-verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1997: Tilnefndur sem besti ungi leikari í dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1996: Tilnefndur sem besti ungi leikari í dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
Image-verðlaunin
- 2006: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir Diary of a Mad Black Woman.
- 2005: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 2002: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 2001: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 2000: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1999: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1998: Verðlaun sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í dag-dramaseríu fyrir The Young and the Restless.
Soap Opera Digest-verðlaunin
- 1999: Heitasta karlstjarnan í The Young and the Restless.
- 1998: Heitasta karlstjarnan í The Young and the Restless.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hot Hollywood Hunks on Black Love, Black Women and The Changing Male Image“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 27. maí 2012.
- ↑ „Is Shemar Moore the finest thing on TV?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2017. Sótt 7. nóvember 2011.
- ↑ 3,0 3,1 Agent of change
- ↑ Shemar Moore — Interview ABILITY Magazine, Shemar Moore Issue, Dec/Jan 2009/10.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Shemar Moore“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. nóvember 2011.
- Shemar Moore á IMDb
- Shemar Moore á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni Geymt 16 september 2015 í Wayback Machine