Erpur Eyvindarson
íslenskur tónlistarmaður
Erpur Þórólfur Eyvindarson (f. 29. ágúst 1977), einnig þekktur sem Blaz Roca og Johnny National, er íslenskur rappari, myndlistamaður og sjónvarpsmaður.
Erpur Eyvindarson Blaz Roca | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Erpur Þórólfur Eyvindarson 29. ágúst 1977 |
Önnur nöfn | Blaz Roca Johnny National |
Uppruni | Kópavogi, Íslandi |
Störf | Tónlistarmaður |
Ár virkur | 2000-í dag |
Stefnur | Rapp |
Hann er einn liðsmaður hljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Hann var með þættina Íslensk kjötsúpa, Johnny International og Johnny Naz á Skjá einum. Þá kom hann fram í Loga í beinni veturinn 2009 auk þess sem hann vann að Steindanum okkar vorið 2010 (ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni). Erpur sá einnig stöku sinnum um útvarpsþáttinn Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu 977. Erpur hlaut gullplötu fyrir sína fyrstu breiðskífu, Kópacabana (2010), eftir að hún seldi yfir 5.000 eintök.[1]
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- XXX Rottweilerhundar (2001)
Smáskífur
breyta- XXX Rottweilerhunder (2013)
Stökur
breyta- Hvernig ertu (2007)
- Gemmér (2008)
- Í næsta lífi (2015)
- Negla (2016)
- Kim Jong-un (2017)
- Gera grín (2022) ásamt BLAFFA og Villa Neto
Breiðskífur
breyta- Hæsta hendin (2005)
Blaz Roca
breytaBreiðskífur
breyta- Kópacabana (2010)
- BlazRoca (Remix) (2011)
- BlazRoca (2016)
Stökur
breyta- Klikk (2019) ásamt Sdóra og Chase
- Slaki Babarinn (2022) ásamt Agli Ólafssyni
Tilvísanir
breyta- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. október 2022.