Blackpool
Blackpool er borg í Lancashire, Englandi, 43 kílómetra norður af Liverpool. Blackpool er vinsæll sumarleyfisstaður og eru í borginni ýmsir skemmtigarðar, baðstrendur og afþreying. Íbúar eru um 140.000 (2016). Þeir eru kallaðir blackpudlians.
Bærinn stækkaði á 19. öld með tilkomu lestar þangað. Árið 1879 varð Blackpool fyrsta sveitarfélag heims til að hafa raflýsingu á götum. Eitt þekktasta kennileiti bæjarins er Blackpool-turninn. Blackpool FC er knattspyrnulið borgarinnar.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Blackpool.
Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.