1579
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1579 (MDLXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 30. júní - Erlendir hvalveiðimenn rændu Eggerti Hannessyni í Saurbæ á Rauðasandi, héldu honum föngnum á skipi í mánuð og slepptu honum síðan gegn háu lausnargjaldi.
- Friðrik 2. Danakonungur gaf út fyrsta verslunarleyfið til Hansakaupmanna í Keflavík.
- Sigurður Jónsson halti varð skólameistari í Skálholtsskóla.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 6. janúar - Atrechtsambandið sameinaði suðurhéruð Niðurlanda undir stjórn Alessandro Farnese, hertoga af Parma, sem lýstu yfir hollustu við Filippus 2. Spánarkonung.
- 23. janúar - Utrechtsambandið sameinaði norðurhéruð Niðurlanda í Héraðssamband Niðurlanda og Vilhjálmur 1. af Óraníu varð ríkisstjóri.
- Mars - Spánverjar náði Maastricht á sitt vald.
- Francis Drake fór í land þar sem nú er Kalifornía og helgaði landið Elísabetu 1. undir heitinu „Nýja England“ („Nova Albion“).
Fædd
- 2. maí - Tokugawa Hidetada, japanskur herstjóri (d. 1632).
- 13. júlí - Arthur Dee, enskur læknir og gullgerðarmaður (d. 1651).
- Guido Bentivoglio, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1644).
Dáin