Seglbretti
Seglbretti er tveggja til fimm metra langt sjóbretti með einu segli. Mastrið er úr léttu plastefni og er fest við brettið með kúlufestingu sem getur snúist í allar áttir. Seglbrettamaðurinn getur því hallað og snúið seglinu að vild með höndunum um leið og hann stjórnar brettinu með fótunum. Það sameinar því suma kosti brimbretta og seglbáta í einu siglingatæki.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist seglbrettum.